Fiskabúraþjónusta

Skrautfiskar.is sérhæfa sig í smíði, uppsetningu og umhirðu fiskabúra af öllum stærðum og gerðum. Við leggjum mikla áherslu á það að þau fiskabúr sem við setjum upp séu í hæsta gæðaflokki.  Hvort sem það er skrifstofa, fundarherbergi, hótelmóttaka, biðstofa, baðstofa eða heimili, þá skapar fallegt fiskabúr alla jafna ævintýrablæ og rólegt umhverfi.

Það eru ótal möguleikar í boði Þegar kemur að fiskabúrum og innihaldi þeirra.  Þróun í nútímatækni hefur stuðlað að því að lífríki fiskabúra eru nánast engum takmörkum sett, allt frá gullfiskum í glæsilega sjávarfiska og kórala sem fanga athygli allra aldurshópa.

Það er að mörgu að huga þegar kemur að hönnun, smíði, uppsetningu og umhirðu fiskabúra, þar sem vönduð vinnubrögð skipta miklu máli.  Því á sama hátt og fallegt fiskabúr gerir sérhvert rými notalegra og lífgar upp umhverfið í kring, þá eru illa umhirt fiskabúr fráhrindandi og dapurleg sjón.

Þjónusta í boði

Skrautfiskar.is bjóða uppá heildstæða fiskabúraþjónustu fyrir fyrirtæki og heimili þar sem þekking, gæði og reynsla er höfð að leiðarljósi.  Engu skiptir hvort um ferskvatns- eða sjávarbúr er að ræða, hjá okkur færða einfaldlega allt á sama stað.

Okkar helstu þjónustuliðir eru:
  • Sérsmíði og hönnun
  • Uppsetning
  • Umhirða
  • Sala á fiskum og búnað

Við veitum einnig heildstæðar lausnir í uppsetningu og umhirðu á tjörnum.

Sérsmíði og hönnun

Þegar kemur að því að velja fiskabúr þá eru margar útfærslur í boði, við getum útvegað stöðluð fiskabúr af ýmsum stærðum og gerðum á hagstæðum kjörum.  Við sérsmíðum einnig fiskabúr inn í fallega skápa eða innbyggð í veggi þegar sá möguleiki er fyrir hendi.  Hönnun á fiskabúrum er unnin eftir óskum og í nánu samstarfi við viðskipavininn.  Við leggjum mikla áherslu á gæðamál og erum því með aðila sem búa að mikilli reynslu þegar kemur að sérsmíði og hönnun á fiskabúrum.

Uppsetning

Uppsetning er lykilatriði í ferlinu og eru engin tvö fiskabúr eins.  Uppsetningin veltur að miklu leyti á óskum viðskiptavina og fiskavali.  Vinsælar uppsetningar eru gróðurbúr með rótum (Amazon), grjóthleðsla (Afríka) eða kóralrif ef um sjávarbúr er að ræða.  Einnig hönnum við fiskabúr eftir þemu sem fellur vel að rekstri eða ímynd viðkomandi fyrirtækis eða stíl heimilisins.  Við veitum að sjálfsögðu greinagóða ráðgjöf varðandi kostnað og því umfangi sem mismunandi uppsetningar hafa í för með sér.

Umhirða

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af umhirðu fiskabúrsins þar sem við getum þjónustað fiskabúrið fyrir þig.  Við komum reglulega til að hreinsa og sjá til þess allt sé eins og það á að vera. Tíðni þjónustutíma veltur alltaf á umfangi hvers fiskabúrs og er það metið að hverju sinni í góðu samstarfi við viðskiptavininn.  Þjónustusamningur er gerður milli Skrautfiska.is og viðskiptavins en við bjóðum uppá ýmsar útfærslur í þeim efnum.  Algengast er að kúnnar geri samninga þar sem greitt eru föst mánaðargjöld þannig að ferlið sé einfalt og öruggt.  Allir kúnnar sem gera þjónustusamning við okkur hafa aðgang að neyðarþjónustu þar sem við erum til taks allan sólahringinn, alla daga ársins.

Sala á fiskum og búnaði

Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af fiskum og búnaði á mjög hagstæðum kjörum.  Einnig bjóðum við uppá leigu á búnaði í þeim fiskabúrum sem við þjónustum.

Fagleg ráðgjöf

Starfsfólk Skrautfiska.is er afar hugmyndaríkt og býr yfir mikilli reynslu í öllu því sem viðkemur skrautfiskum og uppsetningu fiskabúra.  Við vinnum náið með einkaaðilum, forsvarsmönnum fyrirtækja og innanhúsarkitektum þar sem fagleg ráðgjöf er boðin öllum þeim sem hafa áhuga að kostnaðarlausu.

Við mætum á staðinn þar sem við hlustum á þínar óskir og förum yfir möguleikana sem eru til staðar og hverskonar fiskabúr hentar þínu fyrirtæki eða heimili best.  Sé áhugi fyrir hendi eru myndir teknar af mögulegum staðsetningum og þær unnar í myndvinnsluforriti þar sem fiskabúr eru sett inn.

Vönduð tilboðsgerð

Við gerum tilboð í öll verk þar sem þess er óskað.  Við getum séð um alla þætti, en bjóðum að sjálfsögðu líka uppá að gera tilboð í hluta verks, hvort sem um er að ræða smíði, hönnun, uppsetningu, umhirðu eða einfaldlega kaup fiskum og búnaði.

Öll tilboð eru faglega unnin þar sem óskir og þarfir viðskiptavina eru greindar og kostnaðaráætlun gerð.  Viðskiptavinir getur valið hvort óskað er eftir föstu tilboði þar sem verðið er ákveðið áður en hafist er handa eða hvort að tilboðið feli í sér áætlun um kostnað fyrir efni og vinnu.

Um okkur

Skrautfiskar.is er þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á heildstæðar lausnir í uppsetningu og þjónustu fiskabúra fyrir fyrirtæki og heimili.  Starfsfólk Skrautfiska.is og samstarfsaðilar eru með langa reynslu og mikla þekkingu í uppsetningu og þjónustu fiskabúra, hvort sem um er að ræða ferskvatns- eða sjávarbúr.

Við tökum að okkur verkefni í öllum stærðarflokkum þar sem  gæði og góð þjónusta er ávallt höfð að leiðarljósi.  Við erum mjög stoltir af því að vera í samstarfi við þá bestu í bransanum í sérsmíði, uppsetningu og þjónustu fiskabúra, þá Gunnar Wedholm Helgason og Guðmund J. Sigurgeirsson.

Við sjáum um allt ferlið svo að okkar viðskiptavinir þurfi ekki að leita til margra aðila fyrir alla þá þætti sem þarf að hafa í huga við uppsetningu og umhirðu fiskabúrsins.

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Kjartan Geirsson
Framkvæmdastjóri

Eigandi Skrautfiska.is er Kjartan Geirsson viðskiptafræðingur og verkefnastjóri. Kjartan hefur verið með ólæknandi fiskadellu frá ungum aldri og hefur átt flestar tegundir ferskvatnsfiska. Kjartani finnst fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram með nýjungar sem gera fiskabúr og fiskabúrakerfi eins viðhaldslítil eins og völ er á, samhliða því að viðhalda bestu mögulegu vatnsgæðum. Kjartan hefur mikla reynslu í skrautfiskum og verkefnastjórn sem nýtist fiskabúraþjónustu Skrautfiska.is afar vel.

Gunnar Wedholm Helgason
Sérfræðingur

Gunnar er einn helsti sérfræðingur landsins í faginu og hóf hann störf hjá gæludýraverslun aðeins 13 ára að aldri. Gunnar rak einnig sína eigin verslun Dýragarðinn um árabil en hefur ávallt sinnt fiskabúraþjónustu við fyrirtæki samhliða. Gunnar hefur nú alfarið einblínt á fiskabúraþjónustu sem hann rekur merkjum Atlantis fiskabúraþjónustu ehf. Gunnar þjónustar tugi fiskabúra af öllum stærðum og gerðum og er hafsjór af visku í öllu sem viðkemur fiskum, hvort sem um ræðir ferskvatnsfiska eða sjávarfiska og lífverur.

Guðmundur J. Sigurgeirsson
Sérfræðingur

Guðmundur er forfallinn fiskaáhugamaður og mjög laghentur flísalagningarmaður. Guðmundur rak sérverslunina Fiskabúr.is um árabil og er með stórt húsnæði fullt af fiskabúrum. Áhugi Guðmundar á ferskvatnsfiskum er svo mikill að undanfarin ár hefur hann farið í árlegar ferðir til Suður Ameríku og veitt sjálfur marga þá fiska sem prýða fiskabúrin hans. Guðmundur hefur mikla reynslu í smíði fiskabúra og hefur hann komið að smíði tugi fiskabúra fyrir fyrirtæki og einstaklinga.