Ein kerla til á lager
Sebrafinkur eru skemmtilegir og félagslindir fuglar sem best er að hafa í pörum eða hóp. Þetta er sérstök hvítt afbrigði sem er afar falleg. Náttúruleg heimakynni þessara fugla er Ástralía. Þetta er frekar lítil fuglategund sem verður ekki stærri en um 10cm og lifir í allt að 10 ár.
Þetta eru fuglar gefa frá sér tístandi hljóð og finnst ekki gott að láta halda á sér eða klappa sér.
Sebrafugl er góður byrjendafugl sem er auðvelt að sjá um og krefst lágmarks tímaskuldbindingar. Þeir hafa gaman að því að spjalla með fólki og vilja hafa kveikt á útvarpinu þegar þeir eru einir heima.
Best er að halda fuglum í pörum svo þeir verða ekki einmana, og einn fugl þarf búr sem er að minnsta kosti 50cmx50cm, en par þarf meira pláss. Hylja þarf búrið á nóttunni með teppi.
Þeir þurfa góða blöndu af fræjum til að tryggja að þeir fái öll næringarefnin sem þeir þarfnast.
Ferskt vatn ætti alltaf að vera til staðar og einnig finnst þeim gotta að fara í bað nokkrum sinnum í viku í fuglabaði.