L177 er litbrigði af hinum vinsæla Gold Nugget Pleco sem aðgreindist með því að hafa fleiri og stærri gula bletti (samanborið við L018 og L085).
Eins og nánustu ættingjar hennar er hana að finna á grýttum grunnum svæðum í volgu vatni.
Gott er að bjóða upp á nóg af hellum og öðrum felustöðum.
Þessir stóru botnbúar krefjast hlýrra vatns en aðrir fiskar og munu ekki þrífnast í búri undir 25ºC.
Stundum kallaður ‘Queen Gold Nugget’, þessi Suð-Ameríska alæta er bæði falleg og friðsæl.
Plegga ættin ‘Loricariidae’ inniheldur yfir 680 tegundir, þess vegna eru tölur og stafir notaðir til að skilgreina fiskana betur.
Við mælum með að gefa þeim fæði þegar ljósin eru slökkt svo að þessi glæsileg náttdýr hafa betri séns á að komast í matin.
Búrfélagar:
- Ættu helst að halda sér á miðju og efri svæði búrsins
- Vera frekar friðsælir
- Geta dafnað vel í volgu, mjúku vatni með ágætis straumi
- Meðalstór Charcins eða rheophilic cichlids eru frábærir möguleikar