Almennir viðskiptaskilmálar
Skrautfiskar áskilja sér þann rétt að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á ákveðnar vörur fyrirvaralaust.

Afhending vöru
Þegar vara er greidd á heimasíðu Skrautfiska fær starfsmaður tilkynningu um það. Staðfesting er send á viðkomandi aðila og vara verður afgreidd eftir að greiðsla hefur borist. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna viðkomandi um áætlaðan afhendingartíma vöru.

-Höfuðborgarsvæðið
Sent er frítt á höfuðborgarsvæðið þegar pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira, fyrir minni pantanir er 1500 kr. sendingargjald sem reiknast í körfu. Íslandspóstur eða flytjandi sjá um að dreifa vörum sem keyptar eru á Skrautfiskar.is og gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar flutningsfyrirtækjanna um afhendingu vöru. Skrautfiskar.is bera því samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir skemmdum frá því að hún er send frá Skrautfiskar.is til móttakanda, er tjónið á ábyrgð kaupanda.

-Landsbyggðin
Skrautfiskar sendir lifandi dýr með flugi á alla helstu flugvelli á landsbyggðinni, lágmarkspöntun er 10.000 kr. Skrautfiskar ábyrgist dýr á meðan flutningi stendur . Einnig eru vörur og lifandi plöntur sendar með venjulegum pósti um allt land og reiknast sendingarkostnaður í körfu. Liafandi plöntur sem sendar eru með pósti eru sendar á ábyrgð kaupanda. Íslandspóstur eða flytjandi sjá um að dreifa vörum sem keyptar eru á Skrautfiskar.is og gilda afhendingar, ábyrgðar og flutningsskilmálar flutningsfyrirtækjanna um afhendingu vöru. Skrautfiskar bera því samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir skemmdum frá því að hún er send frá Skrautfiskum ehf til móttakanda, er tjónið á ábyrgð kaupanda.

-Sótt til okkar
Ef þú vilt sækja þína pöntun, þá er það mögulegt eftir kl 17:30 sama dag á virkum döngum og um helgar. Mikilvægt er þá að hafa samband í síma 6976867 áður til að fá það staðfest.

 

Skilaréttur

-Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé kvittun sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær vara var keypt. Vara skal vera í upprunalegum óskemmdum umbúðum og má innsigli ekki vera rifið.Ekki er hægt að skila lifandi dýrum eða plöntum.

-Gölluð vara
Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðin og greiða Skrautfiskar sendingarkostanð sem um ræðir eða endurgreiðir kaupanda ef til þess gerist þörf. 

 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrri Héraðsdómi Reykjavíkur.