Um okkur

Skrautfiskar er vefverslun sem býður upp á fjölbreytt úrval af flottum ferskvatnsfiskum og tengdum vörum á frábærum verðum. Við gerum okkar allra besta til að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu, bæði hvað varðar ráðgjöf og afhendingu pantana.

Höfuðborgarsvæðið – Afhending pantana

Við sendum frítt á höfuðborgarsvæðinu þegar pantað er fyrir 10.000 kr. eða meira, en fyrir minni pantanir sendum við gegn 1500 kr. sendingargjaldi sem reiknast í körfu.

Best er að skrifa í athugasemd hvenær þér hentar best að fá vöruna afhenda og við gerum okkar besta til að verða við því. Við sendum ekki samdægurs en reynum alltaf að senda við fyrsta mögulega tækifæri.

Ef pöntun er sótt á lager Skrautfiska í Lerkibyggð 5, Mosfellsbæ er yfirleitt mögulegt að sækja hana eftir kl 17:30 sama dag á virkum dögum og allan daginn á helgum, en það þarf að hringja í síma 6976867 til að fá það staðfest.

Landsbyggðin – Afhending pantana

Við erum vefverslun allra landmanna og sendum um allt land með pósti eða flugi (sendingarkostnaður reiknast í körfu).

Ef að fiskar eru hluti af pöntun þá er pöntunin send með flugi.

Við sendum á eftirfarandi flugvelli:

  • Akureyri
  • Bíldudal
  • Egilsstaði
  • Húsavík
  • Höfn
  • Ísafjörð

Lágmarkspöntun fyrir flug er 10.000 kr. og sendingarkostnaður reiknast í körfu áður en greitt er.

Athugið að sendingarkostnaður fer eftir þyngd en þegar fiskar eru pantaðir er ávallt aðeins greitt fyrir einn poka sama hversu margir fiskar eru pantaðir.

Opnunartími

Ef þú vilt kíkja í heimsókn og skoða úrvalið á lager, þá er þér velkomið að hafa samband í síma 697 6867, senda okkur línu á [email protected] eða í gegnum facebook síðuna okkar og við finnum hentugan tíma til að taka á móti þér. Við erum yfirleitt við eftir kl 17:30 virka daga og flestar helgar en það þarft að hringja í 6976867 til að bóka tíma.

Vefverslun

 

Fróðleikur

Byrjendur

Gagnlegar upplýsingar

Áhugaverðar síður

Sjá nánar hér

Áhugaverð myndbönd

Sjá nánar hér