Kanarífuglar eru fallegir og félagslyndir söngfuglar. Þeir eru mjög vinsælir hjá gæludýraeigendum, og geta lifað allt upp í 10-15 ár.
Frægasti kanarífuglinn er hann „Tweety“ úr Looney Tunes teiknimyndunum.
Kanarífuglar eru mjög litríkir og ýmis litaafbrigði hafa verið ræktuð fram, allt frá skær-gulum og rauðum, til appelsínugulra, græna og svarta.
Kanarífuglar eru harðgerir fuglar sem hægt er að geyma við stofuhita, en best væri að halda búrinu í burtu frá loftræstingu og gluggum sem fá beint sólarljós.
Best er að halda fuglum í pörum svo þeir verða ekki einmana, og einn fugl þarf búr sem er að minnsta kosti 50cmx50cm, en par þarf meira pláss. Hylja þarf búrið á nóttunni með teppi.
Þeir þurfa góða blöndu af fræjum til að tryggja að þeir fái öll næringarefnin sem þeir þarfnast.
Ferskt vatn ætti alltaf að vera til staðar og einnig finnst þeim gotta að fara í bað nokkrum sinnum í viku í fuglabaði.