Astatotilapia latifasciata kemur frá vatnasvæðum við Kyoka vatn í Úganda
Eins og hjá svo mörgum afrískum vatnasíkliðum þá er hængurinn mun litmeiri
Yfirlit
Latneskt heiti |
Astatotilapia latifasciata |
Uppruni |
Afríka |
Sölustærð |
M |
Hámarksstærð |
12 cm |
Lágmarksstærð fiskabúrs |
120cm x 45cm |
Hitastig |
22 ~ 27 ºC |
Mataræði
Alæta
Kynjagreining
Fullorðnir karlar eru stærri og litríkari
Skapgerð
Karlar eru frekar árásargjarnir og fullfærir um að drepa aðra karla ef að búrið inniheldur ekki nægjanlega marga felustaði.. Best að hafa allavega tvær kerlur á hvern karl.
Ræktun
Munnklekkjari og best að para 2-3 kerlur fyrir hvern karl og hafa í sérbúri ef þú vilt rækta, geta þó fjölgað sér í búri með öðrum en það þarf að fjarlægja seiðin úr munni kerlingarinnar