Ceratophyllum demersum, oft kölluð ‘Hornwort’ eða ‘Cat’s tail’, er afar vinsæl fiskabúrs planta. Í náturunni er hægt að finna hana í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu.
Hornwort er vinsæla hjá fiskafólki vegna þess að hún vex hratt, þarf litla umhirðu og er mjög harðgerð planta. Hornwort getur aðlagaðst næstum hvaða vatnstegund sem er og einnig þolir mismunandi hitastig.
Þó þessi fljótandi planta sé án róta getur hún fest sig við undirlagið eða aðra hluti í fiskabúrinu. Ef hún flýtur frjáls verður hún öruggur felustaður fyrir seiði í samfélagsbúrum.
Við mælum með að gefa henni 6-10klst af ljósi, í 15 -30 ºC vatni í 60L+ fersk eða saltvatnsbúri.
Ceratophyllum demersum vex mjög hratt og drekkur í sig mikið Nítrat, sem þýðir að hún er mjög hentug í ræktunarbúrum. Hornwort er samhæf við alla fiska og er ein af þeim fáum plöntum sem geta lifað af í gullfiskabúri. Eru gullfiskarnir að fara narta á henni? Já, ábyggilega, en stífu broddarnir og stórkóslegi vaxtarhraðin þýðir að það sést varla á plöntunni.
Það er eðlilegt að hún missir nokkrar nálar í flutningum, en hún er fljót að jafna sig og stilkar hennar brotna ekki eins auðveldlega og önnur Ceratophyllum-afbrigði.