CMF er breiðvirkandi lyf sem hjálpar fiskum að berjast gegn hættulegum sýklum eins og bakteríum og sveppum. Það reynist gagnlegt í fiskabúrum þar sem t.d. hvítblettusjúkdómur af völdum Ichthyophthirius multifiliis átti sér stað. En ef um augljósa hvítblettaveiki er að ræða þá mælum við frekar með Ichtio lyfinu
Best er að lyfja í 7 til 14 dagar. Þú setur 10ml af lyfi á hverja 100 lítra af vatni. Eftir þrjá daga skaltu gera 20% vatnaskipti og setja 5ml per 100 lítra af vatni. Endurtaktu þetta tvisvar. Ef fiskar sýna ennþá einkenni þá skal endurtaka aftur en ekki lengur en 14 daga. Ráðlagt hitastig á meðan á lyfjun stendur er á bilinu 27ºC til 30ºC.