FISKAR Á LAGER
Þó að reglulega sé farið yfir hvað er til þá er mjög erfitt að halda réttan lager á fiskum, því þeir koma og fara hratt, tegundir bætast við og aðrar detta úr, margar mismunandi stærðir oft á milli sendinga og oft litarafbrigði
Þannig að það eru ekki margir dagar á ári sem allt er rétt hér á síðunni
Sumar tegundir td. stórir fiskar fara oftast ekki á síðuna
Ég á alltaf nokkrar tegundir sem gleymast og sumar tegundir seljast upp milli sendinga
Þar sem mesta salan fer í gegn um Fiskakallinn er alltaf meira úrval þar þótt ýmislegt annað liggi á lager
Ef þú ert að leita að einhverjum tegundum sem ekki eru á síðunni, þá er bara að hafa samband og sjá hvort hún sé til á bakvið eða hvort hægt væri að redda henni í næstu sendingu