Ef þú ert að leita að frábærri plöntu til að bæta við í fiskabúr þitt, hafðu Pelia mosa á bakvið eyrað. Pelia mosi þarf ekki mikið viðhald til að vaxa og dafna, og þolir 20 – 30 ºC hitastig.
Stærð: u.þ.b. 10gr.
- Pelia mosi er tiltölulega auðveldur að setja upp, rækta og viðhalda, og það er nánast ómögulegt að drepa hann.
Mosinn getur fest sig við marga mismunandi fleti, þar á meðal möl, fiskabúrarætur, steina og skreytingar. - Rhizoids á mosanum festa sig við yfirborð, en ólíkt rótum, þá er tilgangur þeirra aðeins að festa sig við hlut frekar en að inntaka næringarefni.
Vegna þess að hann hefur engar raunverulegar rætur fær Pelia mosi aðallega næringarefni í gegnum stilka og lauf. - Pelia Mosi er mjög vinsæll í ræktunartönkum.
Mosinn skapar örrugan stað fyrir egg til að festast við og fyrir seiði til að fela sig fyrir stærri fiskum. - Pelia mosi hefur engar sérstakar kröfur um viðhald fyrir utan að klippa hann eftir þínum þörfum/smekk.
Til að tryggja að mosinn þinn vex eins hratt og mögulegt er, mælum við með að setja hann á sinn stað og fikta ekkert í honum meira- ekki snerta hann eða reyna að færa hann, klipptu hann bara þegar þörf krefur. - Til að festa mosann ætti að leggja hann í þunnt lag yfir steina eða rfiskabúraræturnar sem þú vilt festa hann við og binda með veiðivír eða dökkum þræði. Eftir u.þ.b. mánuð er mosinn buín að festa sig og hægt er að fjárlægja þráðinn.