Plöntur gera mikið gagn í fiskabúrum, þær nýta sér ýmis efni úr vatninu sem fiskar þola ekki í miklu magni eins og td.nitrat
Við tökum plöntur inn reglulega og sérstaklega af harðari tegundum sem eru frekar einfaldar í umhirðu
En þar sem hundruðir tegunda eru í boði og oft misjaft hvað er til hjá ræktendum erlendis, koma oft aðrar tegundir innan sömu ættar
Td. er Anubias bara um 14 tegundir en oft í boði í 3-4 stærðum svo það þarf að velja og hafna í hverri sendingu og flestir vilja sjá eitthvað nýtt eða aðrar stærðir eða útgáfu af þeim plöntum
Það gerir það mjög erfitt að halda lagerstöðu og tegunda heitum réttum nema að við myndum alltaf bara kaupa það sama
Þannig að nokkurn veginn alltaf er meira úrval í búðinni Fiskakallinn heldur en á síðunni og einfaldara úrval hér
Ef þú ert að leita að einhverju sérstöku gætum við átt það til eða mögulega gætum pantað það með næstu sendingu
Plöntur á lager