Þessi tegund frá Viktóriu vatni þó að við skilgreinum hana sem Malawi þar sem hann passar vel, sérstaklega með Mbuna síkliðum. Hann verður ekki mjög stór í samanburði við margar aðrar síkliðutegundir eða um 8cm. Karlar eru mun litríkari en kerlingar og geta karlarnir orðið mjög skapstórir við aðra karla að sömu tegund
Yfirlit
Latneskt heiti |
Pundamilia nyererei |
Uppruni |
Victoria |
Sölustærð |
M/L |
Hámarksstærð |
8cm |
Lágmarksstærð fiskabúrs |
120cm x 45cm |
Hitastig |
23 ~ 27 ºC |
Mataræði
Alæta
Kynjagreining
Fullorðnir karlar eru stærri og litríkari
Skapgerð
Karlar eru frekar árásargjarnir og fullfærir um að drepa aðra karla ef að búrið inniheldur ekki nægjanlega marga felustaði.. Best að hafa allavega tvær kerlur á hvern karl.
Ræktun
Munnklekkjari og best að para 2-3 kerlur fyrir hvern karl og hafa í sérbúri ef þú vilt rækta, geta þó fjölgað sér í búri með öðrum en það þarf að fjarlægja seiðin úr munni kerlingarinnar